Tuesday, February 15, 2011

Korn by Kronkron dresses & tights SS11
Hugrún og Magni eigendur og hönnuðir Kron by Kronkron byrjuðu að hanna sína eigin skólínu árið 2008 sem hafa notið vinsælda um allan heim. Skórnir eru komnir í sölu í tæplega 70 verslunum í 25 löndum. Nú hafa Hugrún og Magni fært út kvíarnar og er fyrsta fatalína Kron by Kronkron komin á markað sem inniheldur kjóla og sokkabuxur.

Skórnir eru þekktir fyrir að vera mjög litríkir og fullir af gleði og það sama má segja um kjólana sem eru í svipuðum stíl. Þeir eru bæði rómantískir og kynþokkafullir að sögn Hugrúnar en það er samspil lita og efnasamsetningar sem spilar alltaf aðalhlutverkið þegar það kemur að Kron by Kronkron og er það sem gerir hönnunina tímalausa.


Fatalína Kron by Kronkron kom í verslun Hugrúnar og Magna 9. febrúar og kemur hver kjóll í fáum eintökum. Einnig hélt verslun Kisunnar í New York partý síðast liðið fimmtudagskvöld til heiðurs Kron by Kronkron á tískuvikunni þar í borg og kynnti fatalínu merkisins fyrir sumarið 2011. Auk þess var verslunin Kronkron að fá í hús fatnað frá sænska tískurisanum Acne ásamt fatnaði frá See by Chloé og má því með sanni segja að það séu spennandi tímar í Kron veldinu.

No comments:

Post a Comment