Tuesday, February 15, 2011

Acne & See by Chloé



Eftir mikla eftirvæntingu kynnir verslunin Kronkron stolt í fyrsta skipti í verslun sinni sænska tískurisann Acne og hið franska See by Chloé. Fyrrum hönnuður undirmerkis Sonia Rykiel tók nýverið við stöðu yfirhönnuðar hjá See by Chloé en Sonia by Sonia Rykiel hefur notið mikillar velgengni í verlsuninni Kronkron og því ætti See by Chloé að falla vel í kramið hjá viðskiptavinum verslunarinnar. See by Chloé er undirlína franska tískuhússins Chloé og var sett á markað árið 2001 með það að markmiði að hæfa yngri kynslóðinni og þeim sem vilja færa sig yfir í fágaðari stíl.

Acne tískumerkið var stofnað í Stokkhólmi Svíðþjóð árið 1996 með þá hugmynd í fararteskinu að hanna 100 mismunandi gallabuxur fyrir bæði kynin eða svokallaðar unisex gallabuxur sem vakti mikla athygli innan tískuheimsins. Árið 1998 kom fyrsta fatalína þeirra á markaðinn með það að leiðarljósi að þróa eftirsóknarverðan fatnað úr hágæða efnum. Hönnuðum Acne langaði að þróa lúkk sem væri töff og stílhreint en á sama tíma mjög klæðilegt og nútímalegt. Núna fimmtán árum seinna eftir stofnun fyrirtækisins er sænska tískumerkið heimsþekkt og talið frumkvöðull á sínu sviði og heldur fyrirtækið út verslunum og verkefnum í níu löndum.

Fyrir utan komu Acne og See by Chloé munu á næstu misserum streyma inn nýjar vörur í verslunina Kronkron við Vitastíg 63.b fyrir sumarið 2011. Síðast en ekki síst má alls ekki gleyma fyrstu fatalínu Kron by Kronkron sem kom í verslunina núna í vikunni og hefur notið mikillar hylli viðskiptavina en þess má geta að kjólarnir komu í fáum eintökum... því er til mikils að hlakka.

Fashion is the best form of self-expression. We like to design pieces that together form the coolest wardrobe, but is ultimately wearable. It becomes one way of thinking as individual pieces, but together creates a strong, modern and considered statement.” explains Jonny Johansson, Acne’s Creative Director.

Kjólar á meðfylgjandi myndum fást núna í Kronkron.


No comments:

Post a Comment